07

Rekstrarráðgjöf

Rekstrarráðgjöf Samtaka atvinnulífsins samanstendur af þremur þjónustuþáttum en auk almennrar rekstrarfræðslu geta félagsmenn bókað símatíma, rekstrarviðtal og rekstrarúttekt. Rekstrarráðgjöfin hefur m.a. nýst fyrirtækjum í örum vexti þar sem mikilvægt er að huga að styrkleika rekstrargrunns og þeim fyrirtækjum sem þurfa að sýna fram á rekstrarhæfi sitt í tengslum við fjármögnun.

Í símatíma gefst félagsmönnum tækifæri til að spyrja almennra spurninga um rekstur og fá ráðleggingar varðandi einstök mál í rekstri. 

Í rekstrarviðtali er farið almennt yfir sex lykilþætti í rekstri og styrkleiki rekstrargrunns mældur. 

Rekstrarúttekt er greining á stöðu rekstrar. Ef styrkja þarf rekstrargrunn er félagsmönnum bent á hvar þeir geta leitað frekari aðstoðar við uppbyggingu á sterkum rekstrargrunni. 

Auk fjölda símatíma og rekstrarviðtala á árinu fór fram almenn fræðsla um stofnun fyrirtækis undir heitinu Hefjum rekstur er fór fram í þremur hlutum. Fjallað var m.a. um gerð viðskipta- og rekstraráætlunar, val á hentugu félagaformi, tilkynningu á starfsemi til skattyfirvalda, starfsleyfi, fjármögnun, val á viðskiptabanka sem og val á þjónustuaðila á sviði tækni- og bókhaldsmála. Eins var fjallað um gerð markaðsáætlunar og ráðningu starfsmanna.

Rekstrarráðgjafi SA er Ingibjörg Björnsdóttir lögmaður en hún hefur áralanga reynslu af fyrirtækjarekstri og rekstrarráðgjöf.