11

Samtök atvinnulífsins

Formaður SA, auk framkvæmdastjóra og fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóra samtakanna.

Starfsárið 2021-2022

Samningalotan, sem hófst með hinum stefnumarkandi Lífskjarasamningi í byrjun apríl 2019, stóð yfir til ágústloka 2021 eða í 29 mánuði. SA undirrituðu 136 kjarasamninga með 110 þúsund félagsmenn stéttarfélaga á atkvæðaskrá. Ríki og sveitarfélög undirrituðu 137 kjarasamninga með 54 þúsund á atkvæðaskrá og aðrir vinnuveitendur undirrituðu 52 kjarasamninga með sjö þúsund á atkvæðaskrá. Samtals voru því gerðir 325 kjarasamningar í lotunni með 171 þúsund á atkvæðaskrá. Samningamálin voru reglulega á dagskrá stjórnanna.

Stjórn SA kom sjö sinnum saman á starfsárinu, en hana skipa 20 fulltrúar auk formanns. Stjórnin  ræddi m.a. áherslur í aðdraganda Alþingiskosninga, ástandið í verkalýðshreyfingunni, endurskoðunarákvæði Lífskjarasamningsins, fjárlagafrumvarp 2022, hagvaxtarauka skv. Lífskjarasamningi, helstu áskoranir sem blasa við atvinnulífinu, hugmyndir SA um breytingar á vinnulöggjöfinni, jafnlaunavottun, markaðsherferð SA, sameiningu sveitarfélaga, samtöl við stjórnvöld í tengslum við Covid-19, stjórnsýsluúttekt á Samkeppniseftirlitinu og umfjöllun á fundum Þjóðhagsráðs.

Stjórn Samtaka atvinnulífsins á starfsárinu 2021 – 2022

Formaður: Eyjólfur Árni Rafnsson
Varaformaður: Bjarnheiður Hallsdóttir
Arna Arnardóttir
Árni Sigurjónsson
Bogi Nils Bogason
Eggert Þór Kristófersson
Gestur Pétursson
Guðrún Jóhannesdóttir
Heiðrún Lind Marteinsdóttir
Helga Árnadóttir
Helgi Bjarnason
Hjörleifur Stefánsson
Jón Ólafur Halldórsson
Lilja Björk Einarsdóttir
Magnús Hilmar Helgason
Ólafur Marteinsson
Rannveig Rist
Sigurður R. Ragnarsson
Tinna Jóhannsdóttir
Valgerður Hrund Skúladóttir 
Ægir Páll Friðbertsson

Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar var voru eftirfarandi kosin í framkvæmdastjórn, sem skipuð er sjö fulltrúum auk Eyjólfs Árna Rafnssonar, formanns SA: Árni Sigurjónsson, Bjarnheiður Hallsdóttir, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, Jón Ólafur Halldórsson, Lilja Björk Einarsdóttir, Rannveig Rist og Sigurður R. Ragnarsson. Bjarnheiður Hallsdóttir var kjörin varaformaður. Framkvæmdastjórnin kom 10 sinnum saman á starfsárinu. 

Framkvæmdastjórn SA ræddi, auk mála sem rædd voru í stjórn, aðild BGS að SVÞ og SA, breytingu á aldurstöflum lífeyrissjóða, kjarasamning við Félag lykilmanna, kjarasamninga fiskimanna, laun í sóttkví, nýstofnað Atvinnufjelag, skýrslu kjaratölfræðinefndar, samstarfsverkefni með Geðhjálp, sátt SFF við Samkeppniseftirlitið, skaðabótalög, stöðuna í Úkraínu og áhrifin á Ísland og þróun kjaramála.

Fulltrúaráð SA kom saman til stefnumótunarfunda í nóvember 2021 og mars 2022. Þátttaka var góð í bæði skiptin, um 50 fulltrúar auk starfsmanna SA. Unnið var í 6-7 manna hópum, þar sem öllum þátttakendum gafst kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. 
Á nóvemberfundinum var fjallað var um fjögur viðfangsefni, en þau voru áskoranir í rekstri, áhrif kjarasamninga á rekstur, sveigjanleiki vinnutíma og hlutverk einstakra fyrirtækja í kjarasamningsgerð.

Helstu niðurstöður nóvemberfundarins 2021

Helstu niðurstöður marsfundarins 2022 

Skrifstofa SA

Nokkrar breytingar urðu á skrifstofu SA á starfsárinu. Ásdís Kristjánsdóttir lét af störfum aðstoðarframkvæmdastjóra á vordögum 2021 og var Anna Hrefna Ingimundardóttir ráðin í stað hennar. Páll Ásgeir Guðmundsson var ráðinn forstöðumaður sameinaðs efnahags- og samkeppnishæfnisviðs. Hugrún Elvarsdóttir tók við stöðu verkefnastjóra á Samkeppnishæfnissviði en Tryggvi Másson hvarf til annarra starfa. Ólöf Skaftadóttir, samskiptastjóri, lét af störfum en verkefni samskiptastjóra voru færð til miðlunarstjóra samtakanna og bætt við stöðugildi sérfræðings í miðlun er heyrir undir miðlunarstjóra.